Monday, February 27, 2012

Thailand (Krabi&Chiang Mai) og Laos

Sael oll! Sidan sidast hofum vid verid a miklu ferdalagi... Vid kvoddum Koh Tao med soknudi og vid tok ferdalag til Krabi sem tok audvitad allan daginn (um 218 km) thvi samgongurnar herna i Asiu eru svo yndislegar! En vid eyddum tveimur heilum dogum i Krabi, fyrri for i langthrad utsof og tjill a strondinni, mjog nice. Sjorinn i Krabi er samt sjuklega heitur! Seinni daginn forum vid svo i dagsferd til Ko Phi Phi sem eru einhverjar fallegustu eyjar i heimi! Vid saum thar lonid, Maya Bay (thar sem kvikmyndin The Beach var tekin upp), adal eyjuna Ko Phi Phi Don og Bamboo Island. Thad var virkilega fallegt tharna, hvitar strendur, blar sjor, klettar... Vid snorkludum lika i koralnum i kring.
Eftir Krabi tok vid enn lengra ferdalag til Chiang Mai, vid byrjudum ad taka naeturlest til Bangkok thar sem vid thurftum ad eyda einum degi adur en vid gatum farid i adra naeturlest til Chiang Mai. Vid vorum ekki i miklu studi til ad turistast thann daginn og roltum thvi bara um Khao San Rd. og skelltum okkur svo i bio! Bioid var mjog flott samt, risa stort og vid fengum staersta kok sem vid hofum a aevinni sed!! Saum myndina Safe House, agaetis skemmtun. Thad sem var samt fyndnast vid thessa bioferd var ad adur en myndin byrjadi thurftu allir i salnum ad standa upp og hlusta a eitthvad lag sem vid holdum ad se thailenski thjodsongurinn og horfa a dramatiskt myndband af konunginum og lifinu i Thailandi! Thad var svo mjog hressandi ad komast i naeturlest numer 2 a tveimur dogum (eda thannig) og einhvernveginn tokst henni ad koma 3 timum of seint til Chiang Mai. Thad var samt allt i lagi, vid nadum samt ad gera allt sem vid aetludum ad gera thann daginn. Sem sagt ad fara i Tiger Kingdom sem er svona tigrisdyragardur thar sem madur faer ad fara inn i burin hja tigrisdyrunum og klappa theim. Okkur fannst thad mjog gaman og minnstu tigrisdyrin voru mega kruttleg! Tokum helling af myndum lika. Okkur fannst ekki nog ad sja bara tigrisdyr svo naest forum vid a snakasyningu! Hun for misvel i folk, stelpurnar vid hlidina a okkur voru skithraeddar! Vid fengum svo lika ad halda a eitradri kobra slongu. Daginn eftir attum vid svo bokad eins dags trekking. Vid byrjudum a ad fara a filsbaki i gegnum skog og yfir a sem var alveg gaman en ekki alveg eins og vid hofdum buist vid thannig vid vorum pinu svekktar. Svo fengum vid ad gefa litlu filunum banana sem var mjog gaman. Naest a dagskra i ferdinni var ad fara i bamboo rafting thar sem thu rennir ther a trefleka nidur a. Okkur fannst thad ekkert thrusu gaman af thvi flekinn okkar for otrulega haegt og var alltaf ad festast en samt vard madur rennandi blautur... Naest forum vid rennblautar i hadegismat, gaeda hadegisverdur - sodnar gurkur og tomatar og hrisgrjon! Eftir thad forum vid i litid thorp thar sem konurnar satu uti og voru ad vefa. Trekkingferdin endadi svo a um klukkutimagongu upp ad fossi sem var haegt ad bada sig i en kjanarnir vid gleymdum audvitad sundfotum! Eftir sma stopp vid fossinn roltum vid svo til baka og aftur upp a hotel. Um kvoldid skodudum vid svo Night Market sem var riiiisa stor!
Eftir Chiang Mai var forinni svo heitid til Laos - ENN lengra ferdalag, um 2 dagar! Vid logdum af stad med mini bus til Chiang Kong en stoppudum a leidinni hja otrulega serstoku hofi i Chiang Rai. Thad fyndna var ad Katrin hafdi einmitt verid ad skoda thetta hof a netinu adur en vid komum til Thailands en hun fann ekki hvar i Thailandi thad var, svo stoppudum vid bara beint fyrir utan thad! Thetta var svona semi hryllingshof, fullt af hauskupum, erfitt ad lysa thvi... Vid gistum svo eina nott i Chiang Kong - thar er EKKERT ad gera! Forum morgunin eftir yfir landamaerin og fengum visa fyrir Laos. Tok svona 5 min ad sigla yfir til Laos! Eftir thad tok vid slow boat i svona 7 klst! Stoppudum i piiinu litlum bae i Laos sem vid munum ekki einu sinni hvad heitir. Fundum hostel med nokkrum krokkum sem vid hofdum hitt a batnum og forum svo med theim i kvoldmat. Mjog gaman ad tala vid thau, krakkar fra Svithjod, Frakklandi og Englandi. Daginn eftir helt slow boat afram i 9 klst!! Komumst svo loksins til Luang Phrabang. Leitudum af hosteli sem Bjarni og Marta bentu okkur a i orugglega klukkutima og erum bunar ad komast ad thvi ad thad er best bara ad treysta a okkur sjalfar heldur en ad spurja til vegar! Thad var allt fullt a hostelinu en madurinn sem atti thad var voda elskulegur og fann fyrir okkur annad a svipudu verdi, vid vorum mjog fegnar thvi klukkan var ad verda svo margt. Vid roltum sidan upp a adal gotuna til ad leita okkur ad rutu daginn eftir til Vang Vieng og viti menn! Vid heyrdum allt i einu islensku!! Snerum okkur snogglega vid og heilsudum folkinu. Adur en vid vissum af voru tharna 12 Islendingar bunir ad safnast saman ut a midri gotu i Luang Phrabang! Og oll tvo og tvo saman. Vid akvadum ad hittast i morgunmat daginn eftir. Vid og tvaer adrar stelpur, Ragna og Thordis, voknudum reyndar extra snemma (um kl 6!) til ad fara ut og sja munkana safna saman mat fra baejarbuum. Frekar ahugavert ad sja, serstaklega thar sem their yngstu voru svona 8 ara! Hittum svo 4 adra af islensku krokkunum fra kvoldinu adur i morgunmat a stad sem heitir Arthouse Cafe. Thad er mjog indael amerisk kona sem a stadinn og raedur til sin skolakrakka ur sveitum Laos og borgar fyrir menntunina theirra ef thau nenna ad vinna hja henni i stadinn. Mjog falleg hugsun og otrulega godur matur! Forum svo asamt hinum 4 krokkunum (Gisli, Helga, Thorbjorg og Grimur) med tuk tuk upp ad paradisar-fossi rett fyrir utan Luang Phrabang sem heitir Kuang Si. Tokum sma fjallgongu upp rosalega brattar hlidarnar og syntum svo i iskoldu vatninu! Forum lika undir fossinn og fundum helli hinum megin. Katrin var lika algjor hetja og sveifladi ser i svona aparolu ut i vatnid, Gunna var of mikil gunga... Forum svo aftur inn i baeinn og a stad sem heitir Utopia sem er mjog nice, getur legid thar med utsyni yfir anna og leigt spil. Vid fengum okkur ad borda og hlupum svo i kvoldrutu til Vang Vieng med Thordisi og Rognu. Komum um midja nott a afangastad og gistum a fyrsta hostelinu sem vid fundum, mjog odyrt en ekki serstaklega hreint. Morgunin eftir fundum vid okkur nytt hostel sem var med sjuklega godri sturtu!! Svo gott ad komast i heita kroftuga sturtu. Eyddum deginum svo i tubing! Tubing virkar thannig ad thu siglir nidur a i uppblasnum gummikut og svo geturu latid draga thig i land af og til a alls konar bari. Mjooog serstok stemmning en samt otrulega skemmtilegt! Hittum lika tvo Islendinga i vidbot thar, Sigga og Idunni fra Akureyri. Eftir godan dag i tubing hittumst vid svo oll i kvoldmat og attum ofur kosy kvold, lagum a pudum og horfdum a Friends! Thad er mjog vinsaelt hja veitingastodum i Vang Vieng ad syna Friends og Family Guy. Sumir hofdu thad adeins of gott og steinsofnudu :-) Morgunin eftir var thad svo ruta aftur til Luang Phrabang sem okkur fannst ekki leidinlegt thvi thetta er svo otrulega kruttlegur og kosy stadur! Svo a eftir eigum vid pantad flug til Hanoi, Vietnam og vonum bara ad visad okkar se i lagi...

Knus!
- Gunna og Katrin

Tuesday, February 14, 2012

Thailand - Bangkok, Koh Phangan & Koh Tao

Adfaranott 5. februar attum vid pantad snilldar naeturflug fra Delhi til Bangkok thar sem vid aetludum ad vera rosa snidugar og spara okkur eina hotelnott! En nei, flugfelagid akvad audvitad (Air Asia) ad flyta fluginu okkar um 5 klukkutima svo naeturflugid goda vard ad kvoldflugi. Vid gatum ekki mikid sofid i fluginu thvi vid vorum bara ekki ordnar mjog threyttar og lentum i Bangkok um klukkan 2. Thad ad stiga ut ur flugvelinni var eins og ad stiga inn i gufubad!! Thott ad klukkan vaeri 2 um nott var steikjandi hiti og rakt loftslag svo madur svitnadi bara vid thad ad standa kyrr! Vid akvadum ad reyna ad leggja okkur adeins a flugvellinum en thad gekk litid betur en i flugvelinni... Um klukkan 6 forum vid af stad ad finna hostelid okkar. Aetludum ad vera rosa godar og labba sjalfar fra lestarstodinni a hostelid en thegar vid vorum komnar ad gotunni okkar (vid fottudum thad natturulega ekki) gafumst vid upp sokum skilta- og enskuleysis Bangkok og tokum taxa restina. Taxinn for audvitad miklu floknari leid og rukkadi okkur allt of mikid fyrir en vid komumst a hostelid ad lokum! Fengum sem betur fer ad tjekka okkur inn strax svo vid gatum hent af okkur toskunum og forum svo inn i midborg Bangkok. Vid roltum heil mikid um borgina, skodudum medal annars konungshollina og Wat Po thar sem er riiiisa budda stytta. Eftir nokkra klukkustunda labb (og litinn sem engan naetursvefn) vorum vid alveg bunar a thvi. Vel sveittar (naestum 40 stiga hiti og sol) fengum vid okkur gotumat, grillad svinakjot a priki (mjoooog gott!) og akvadum ad fara adeins upp a hostel og leggja okkur. Eftir godan blund og kalda sturtu aetludum vid ad kikja a China Town (fjorid thar byrjar ekki fyrr en eftir kl 16) en urdum frekar svekktar tegar enginn leigubill eda tuk tuk vildi keyra okkur thangad thvi thad var svo mikil umferd... Fengum okkur bara godan mat i stadinn og komum okkur svo a Khao San Road thar sem vid hittum Mortu og Bjarna!!! Mikil gledi :-) Settumst nidur og spjolludum langt fram a kvold. Daginn eftir hittum vid Mortu og Bjarna aftur og leigdum okkur tuk tuk fyrir klink og skodudum m.a. 300 metra haa budda styttu, 350 ara gamalt hof og forum svo a ferdaskrifstofu rikisins thar sem vid bokudum restina af taelandsferdinni! Mjog gott mal. Thurftum svo ad na skuggalegu rutunni sem vid vorum ad verda smeykari og smeykari vid svo thad var komid ad kvedjustund. Marta og Bjarni aetludu nordur til Chiang Mai en vid sudur til Koh Phangan. 


Vid vorum bunar ad heyra margar skuggalegar sogur af rutuferdum eins og theirri sem vid vorum ad fara i en ferdin var bara mjog god, vid gatum sofid an thess ad vera "gasadar" eda raendar! Reyndar for Gunna i leggings og gleymdi ad setja aftur a sig flugnasprey yfir thaer (efnid kaefir faeluna), utkoman: rumlega 20 bit a faeturna! Eftir skrautlega ferd fra rutunni ad hofninni tok vid thessi fina batsferd. Vid fottudum audvitad ekkert ad setja a okkur solarvorn fyrr en of seint, Gunna brann a oxlunum og Katrin vard ansi raud a bringunni. En vid erum med nog af after bite og aloe vera svo astandid lagadist fljott. Vid komumst loks a ljufu eyjuna Koh Phangan og a snilldar gististadinn okkar, Nice Sea Resort. Og hann var mjog nice! Lika madurinn sem atti stadinn sem heitir Mr. Nice! Vid vorum i svona bungalow (trekofi) alveg a strondinni og lifdum voda ljufu lifi, solbad (mjog litid samt sokum bruna) og sjor! Indaelt. Hapunktur dvalarinnar a Koh Phangan var samt klarlega Full Moon Partyid sem er haldid einu sinni i manudi til ad fagna fullu tungli (augljoslega...). Thetta var klikkud stemmning, heil strond (ekki okkar samt!) undirlogd, mismunandi tonlist, drykkir i sandkassafotum, likamsmalning, eld snusnu ofl ofl! Frekar klikkad en mjog gaman. Hittum alls konar folk, m.a. 3 Islendinga :-) Eftir 3 ljufar naetur a Koh Phangan var forinni heitid til naestu eyju, Koh Tao. 


Eftir sveittustu batsferd sogunnar komumst vid loks a eyjuna. Vid fundum kofunarskrifstofuna og hotelid okkar. Her erum vid bunar ad vera sidustu 4 daga og erum bunar ad vera a kofunarnamskeidi. Namskeidid er baedi boklegt og verklegt og mjog skemmtilegt. Fyrsta daginn var bara boklegt, naesta dag forum vid i mjog grunnan sjo og aefdum svona basic hluti eins og ad blasa vatn ut ur grimunni, profa hvernig thad er ad verda loftlaus i kafi og hvernig a ad bregdast vid thvi ofl. Naesta dag forum vid tvisvar i alvoru kofun en vorum enntha ad aefa svona basic hluti inn a milli. Svo i dag tokum vid boklega lokaprofid og stodumst thad ad sjalfsogdu badar med soma og forum svo i tvaer svona alvoru kafanir i vidbot. Saum fullt af flottum fiskum og koral, mjoooog gaman!!! Thannig nuna erum vid certified open water divers, takk fyrir!
A morgun heldur svo ferdin afram til Krabi :-)


-Tveir sveittir kafarar

Friday, February 3, 2012

Indland

Hvernig byrjar madur ad lysa Indlandi? Eins og vid bjuggumst vid er lifid herna allt odruvisi en thad sem vid hofum kynnst adur. Her er svo mikid af folki alls stadar, fataektin rosaleg og umferdin hrikaleg. Bilar, kyr, tuk-tuk-ar, hjol og folk i einum graut og einhvernveginn verda alltaf til 5 akreinar thar sem eiga ad vera 3! Bilflauturnar eru lika notadar ospart og her er mjog litid um gangstettar. Maturinn hefur samt reynst okkur vel, mjog godur kjuklingur og naan braud og vid hofum alveg sloppid vid ad fa i magann.
Vid hofum ferdina i Mumbai thar sem folksfjoldinn, umferdin og fataektin er margfoldud med svona thremur midad vid restina af Indlandi. Thar skodudum vid m.a. stadinn thar sem thvottur er thveginn (t.d. fyrir morg hotel), Hanging Gardens og Gateway of India.Vid forum lika a safn um Gandhi.
thvottastodin, mjog fagmannlegt

Fra Mumbai flugum vid til Delhi. Delhi fannst okkur vera eins og adeins rolegri Mumbai. Thar skodudum vid India Gate, Red Fort, stadinn thar sem Gandhi eyddi sidustu arunum, stadinn thar sem forsetinn byr ofl.
Heimili forseta Indlands - vid hja stadnum thar sem Gandhi var myrtur

Naest la leid okkar til Agra thar sem vid skodudum hid storkostlega Taj Mahal. Okkur fannst mjog gaman ad skoda thad med eigin augum, thad er virkilega flott! Svo skodudum vid lika Agra Fort.
svaka finar turista myndir af okkur hja Taj Mahal

Naest ferdudumst vid adeins um nordurhluta Indlands, Rajastan. Vid heimsottum borgirnar Jaipur, Udaipur, Jodhpur og Jaisalmer. Thar gerdum vid mjog svipada hluti a hverjum stad, vid skodudum hof, virki, markadi, manngerd votn, hallir og forum a nokkur sofn. Thad sem stod upp ur var ad vid forum a filsbak i Jaipur, mjog skemmtilegt ad prufa thad. Svo atti Gunna afmaeli thegar vid vorum i Jodhpur og i tilefni dagsins forum vid ut ad borda og fengum besta mat ferdarinnar (til thessa allavega) og svo koku i bodi hotelsins. Rett fyrir utan Jaisalmer er eydimork thar sem vid gistum tvaer naetur i tjaldi. Thetta var samt ekkert tjald eins og i utilegum a Islandi heldur var tharna hjonarum, klosett og eitthvad sem atti ad kallast sturta. Okkur til mikillar gledi fengum vid litinn herbergisfelaga, litla mus sem var eitthvad ad hrella Katrinu um nottina. I eydimorkinni forum vid i kamelsafari - mjog gaman! Kameldyr eru miklu haerri en vid heldum og allt odruvisi ad vera a teim heldur en t.d. hestum. 
indverskar vinkonur - afmaelismatur - tjaldid okkar - kamelsafari

Svo i nott komum vid aftur til Delhi med 18 klst naeturlest, thar sem voru enn fleiri litlir musavinir! I dag skodudum vid Akshardham Temple sem er flottasta hofid af theim sem vid skodudum i Indlandi - ad okkar mati allavega. Og orugglega flottasta byggingin a eftir Taj Mahal. Thvi midur matti ekki taka myndir thar thannig thid verdid bara ad koma sjalf og skoda thad :-)


En nu aetlum vid ad fara ad fa okkur kvoldmat og svo upp a hotel i langthrada sturtu! A morgun fljugum vid svo til Thailands, bidum spenntar eftir thvi!

Bidjum ad heilsa Islandi og snjonum!
- Gunna og Katrin