Tuesday, January 10, 2012

Undirbúningur - 6 dagar í brottför!

Þá er minna en vika í það að við ferðalangarnir stígum um borð í flugvél Icelandair og yfirgefum kuldann á Íslandi í 100 daga eða svo. Við erum búnar að plana ferðina síðan í sumar og nú er allt að verða tilbúið, vegabréfin með vegabréfsáritunum, nokkur stykki sprautur og næst er það bara að pakka í bakpokana.

Við ætlum að byrja að fljúga til Dubai (með nokkra klst. stoppi í Osló) þar sem við verðum í 5 daga og fáum gistingu hjá frænku Gunnu sem býr þar. Því næst höldum við til Indlands þar sem við höfum pantað tveggja vikna skipulagða ferð. Næsta mánuðinum verður svo eytt í Tælandi, Laos, Kambodíu og Víetnam. Eftir það verður förinni heitið til Ástralíu - með stuttu stoppi í Kuala Lumpur og Singapore. Við verðum í Ástralíu í 3 vikur og ætlunin er að byrja í Melbourne og fara upp austurströndina - upp að kóralrifinu. Því næst förum við til Nýja Sjálands og eyðum viku þar. Svo er það vikuTJILL á Fiji! Og að lokum eyðum við sirka 10 dögum í USA, nánar tiltekið Los Angeles og Seattle þar sem planið er m.a. að fara á tónleika og versla (ef veskið leyfir).

Þetta er allt rosalega spennandi og alveg ótrúlegt að það sé bara alveg að koma að þessu!

Við ætlum að reyna að vera duglegar að setja inn hér á síðuna stöðuna á okkur, hvar við erum og hvað við erum búnar að gera svo endilega fylgist með :)

Þangað til næst!
- Gunna og Katrín

No comments:

Post a Comment